Thursday, 10 July 2014

Breytt lukt

Ég keypti þessa fallegu lukt í IKEA fyrir nokkru síðan og þó svo að hann sé fyrst og fremst til að hýsa kerti þá er hægt að breyta því að vild.
Planið var nefnilega að breyta henni í eitthvað allt annað - og nota sem skraut í forstofunni.Ég notaði allskonar pappírsblóm, greinar, laufblöð, glimmer og annað skrapp-skraut til að klæða luktina upp á nýtt.


Og útkoman varð svo þetta blágræna fuglaathvarf.


Ekki slæmt að nota pappírsföndrið í eitthvað skemmtilegt heimilis-stáss!


Takk fyrir að kíkja! :D

Wednesday, 5 March 2014

Ferming 2014

Mikið svakalega líður timinnn hratt - það er bara kominn mars og margir farnir að plana fermingar.


Því er eins gott að fara að spýta í lófana og byrja á fermingarkortunum í ár.


Eg set inn þau kort sem mér finnst henta vel fyrir fermingar í albúm á Fésbókarsíðunni minni þar sem allir geta skoðað það sem er í boði.


Endilega hafið samband ef ykkur vantar fallegt einstakt kort!

Sunday, 12 January 2014

Borðskraut á áramótum!

Þegar ég var að skreyta borðstofuborðið um áramótin þá fannst mér eitthvað vanta og ég var að hugsa um að finna til blóm og greinar en var samt ekki alveg að fíla þá hugmynd.


Þá datt mér snjallræði í hug ( þó ég segi sjálf frá ;o)! Eldri dótti rmín er mikill perlari og henni finnst einstaklega gaman að setja saman sín eigin munstur. 

Svo að ég fékk leyfi hjá henni til að notast við perl-listaverkin hennar til að skreyta borðið.


Hún var mjög sátt við þá ósk mín ef ég lofaði bara að skila þeim aftur - þær væru sko bara í láni!
Auðvitað samþykkti ég þá ósk og hóst handa við að finna nógu margar stjörnur til að skreyta hvern disk!


Útkoman var falleg og persónuleg, svo var líka rosa gaman að skreyta með dóttur minni. 


Og ekki verra að eiga svona fallega hekl-kertastjaka frá snillanum henni Lindu til að setja punktinn yfir skrautið!

Sunday, 5 January 2014

Gleðilegt ár!

Gleðilegt ár kæru föndrarar og fagurkerar og takk fyrir það gamla!

Mikið var nú gaman að horfa á alla flottu flugeldana um áramótin og ekki er verra að taka á móti árinu 2014 í svo mikilli blíðu!


Eru einhverjir búnir að strengja föndur áramótaheit?
Ég er allavega búin að ákveða tvö fyrir árið 2014. 

1. Prófa Distress Markerana frá Tim Holtz/Ranger
2. Vera dugleg að nota fallega Washi tape stashið mittEn snúum okkur að föndri, hér er allavega fyrsta kort ársins.


Notaði pappír frá Prima, blóm frá I Am Roses, Prima, skraut frá Prima, Webster's Pages og auðvitað Tim Holtz blek.


Þangað til næst! 

Saturday, 28 December 2013

Gleðilega hátíð!

Mikið er það nú notalegt að taka því rólega og njóta þess að slaka á í faðmi fjölskyldunnar.


Svo er auðvitað yndislegt að geta kúrt upp í sófa undir hlýju teppi með bolla af heitu súkkulaði, smákökur á disk og góða bók!


Nú er líka kjörið tækifæri til að taka myndir af öllu fallega skrautinu sem prýðir tréð. 


Ég hef alltaf notað dagana milli jóla og nýárs til að smella nokkrum myndum af "uppáhalds" tréskrauti hvers árs. Þó svo að mér finnist allt skrautið fallegt þá eru alltaf nokkrur extra spes hvert ár.


Tindátinn er nýjasta úppáhaldið mitt þetta árið en ég keypti hann í Jólahúsinu fyrir norðan í sumar.


Gleðilega hátið og njótið!

Sunday, 1 December 2013

Aðventukransinn

Halló desember, en hvað það er gaman að sjá þig og alla þessa skreytingardýrð.


Desember er einn af þessum yndislegu mánuðum þar sem skreytingargleðin er sem mest og einhvern vegin eru klukutímarnir alltaf jafn fljótir að klárast dag hvern.


En snúum okkar að aðventunni og kransinum árlega. Kransinn minn í ár er í einfaldari kantinum og minir svolítið á snjó og kulda.


Ég fann þenna fallega bakka í Garðheimum og kertin einnig. Kertin voru bara einföld hvít kerti sem ég ákvað að skreyta með rub-onum og semelíusteinum.


Rub-onin (eða nuddmyndirnar) átti ég í föndurherberginu mínu og fannst tilvalið að nýta það dót sem ég átti. Rub-on in eru frá Basic Grey, Studio Calico og Jenni Bowlin.


Ég einfaldlega klippti út þann part of rub-oninu sem ég ætlaði að nota og setti það á kertið, hélt ákveðið við myndia og nuddaði rólega (en ákveðið) þar til myndin var "vel-nudduð" á kertið. Síðan bætti ég við nokkrum semelíusteinum.


Í lokin bætti ég við fallegum stjörnu príddum silfurvír, nokkrum litlum jólakúlum og sætum fuglum til að klára verkið.


Takk fyrir innlitið og njótið aðventunnar!

Sunday, 24 November 2013

Jóladagatal

Jólin nálgast óðfluga og því er eins gott að fara að huga að skrauti og öllum skemmtilegheitum sem gaman er að fást við undirbúningin.


Ég föndraði þetta jóladagatal í fyrra og notaðist við grunn að dagatali úr við frá Kaisercraft. 


Eftir að hafa sett gripinn saman málði ég hann með gylltry málningu og skreytti með fallegum jóla skrapp-pappír frá Basic Grey.


Svo varð ég auðvitað að bæta á hann nokkrum blómum og öðru fallegu skrauti.


Það er bara eitthvað svo yndislegt við að búa til sitt eigið dagatal sem hægt er að fylla af fallegum smáhlutum eða sætindum.

Takk fyrir innlitið! :D