Friday, 31 December 2010

Gleðilegt kortaár!

2010 er búið að vera skemmtilegt kort- og skrappár.

Gleðilegt korta- og skrappár og takk fyrir frábært ár!! Ég er viss um að 2011 verður enn betra! :D

Friday, 2 July 2010

Nokkur kort :D

Takk fyrir að kíkja / Thanks for stopping by :D

Wednesday, 23 June 2010

Nokkur kriss-kross kort

Nokkur kriss-kross kort sem ég hef verið að gera.


Takk fyrir að kíkja / Thanks for looking :D

Saturday, 19 June 2010

Enn og aftur umslagakort/Yet another envelope-card or two ;o)

Það er svo gaman að þera þessi umslagakort - og enn skemmtilegra að sjá hversu ólík þau eru þegar ég er búin með þau.
***
I am so loving these cards - they are so much fun to make and I love that each and everyone has their own unique look.
Takk fyrir að kíkja! / Thanks for stopping by! ;D

Sunday, 13 June 2010

Ungbarnakort / Baby cards

Takk fyrir að kíkja/Thanks for looking! :o)

Friday, 28 May 2010

Meiri umslagakort / more envelope-cards


Takk fyrir að kíkja! ;o)

Monday, 17 May 2010

Ungbarnakort

Ég er búin að vera með þessa hugmynd í kollinum í marga mánuði og loksins lét ég verða af því að testa hana. 
Ég er bara ansi ánægð með útkomuna. ;o)


Tuesday, 11 May 2010

Stelpukort

Basic Grey pappír ~ - Ranger blek ~ Inkadinkado stimpill ~ May Arts borði - Skrapp og gaman.is blóm ~ Martah Stewart pönsar ~ Ek Success pöns ~ Kaiser Kraft perlur

Takk fyrir að kikja ;o)

Wednesday, 28 April 2010

Fiðrildi og fínlegheit

Ég er alveg fiðrildasjúk og á ég nokkra fiðrildapönsa, felt-fiðrildi og fleiri fiðrilda skraut í mínu góða safni - en samt á ég ekki MS Monarch fiðrildapönsinn!! En það er gott að eiga góða vinkonur (jebbs 2 skutlur sko ;o) sem auðvelt er að blikka!
Fiðrildið passar nefnilega svo ansi skemmtilega vel við ljúfa Kioshi pappírinn frá BasicGrey.


Friday, 16 April 2010

Enn eitt umslagakortið

Jebbs ég er sem sagt komin með umslaga-korta-vírusinn! ;o)
Þetta kort er unnið úr Prima pappír, Prima blómum, Martha Stewart pönsum og slatta af Skrapp og gaman.is blómum.
Takk fyrir innlitið ;o)

Monday, 12 April 2010

3ndy pappírinn

Nýji 3ndy pappírinn er alveg yndislega fallegur pappír - fallegir litir og myndirsem minna mann á gamla tíma er maður var lítill og sætur. Já það var soldið langt síðan! ;o)

Saturday, 10 April 2010

Easel kort

Ég sá svona kort á netrölti mínu um daginn og ákvað að prufa svona kort. Þetta eru ferlega skemmtileg kort og bjóða upp á allskonar skemmtilega möguleika.

Friday, 9 April 2010

Umslagakort / Envelope-cards

Ég ákvað að prufa eitt stykki umslagakort í tilefni þess að tengdó varð 59 um daginn - og ég er bara ansi ánægð kortið! / I decided to try my hand at making this envelope-card to give to my MIL on her 59 birthday - this was so fun to make and I am rather pleased with the result!

Og auðvitað skellti ég í fleiri því það var svo gaman. ;o)


Sunday, 4 April 2010

Gleðilega páska / Happy Easter

Þá eru páskahátíðin gengin í garð og stóra stelpan mín er komin á fullt í páskaeggjaát. 
Þar sem það snjóaði hér á klakanum í gær fannst mér nú bara við hæfi að skella í nokkur sumarleg kort til að kveða burt snjóinn.

Thursday, 18 March 2010

Ferming

Nokkur fermingarkort sem ég er að gera - myndir af kortunum mínum eru ávallt á Facebook líka..
Vantar fallegt fermingarkort? Endilega hafið samband á annasigga{hjá}gmail.com og ég reyni að verða við óskum ykkar.
;o)

Wednesday, 10 March 2010

Monday, 8 March 2010

Friday, 5 March 2010

Kortin mín

Ég hef verið að gera allskonar kort í mörg ár og þar sem ég á orðið dágóðan slatta af allskonar kortum þá hef ég ákveðið að setaj upp lítið sölublogg.
Ég skelli svo inn myndum af nýjustu kortunum og set einnig myndir af þeim í kortagalleríið mitt.

Öll kort eru handgerð af mér og engin tvö kort eru nákvæmlega eins.
Öll almenn kort sel ég á 500 krónur.
Stærri og veglegri kortin sel ég á 700 krónur.
Ef umslag fylgir kortinu er það tekið sérstaklega fram.
Einnig er hægt að hafa samband ef þið hafið séróskir og reyni ég að verða við þeim ef mögulegt er.
Sendingarkostnaður reiknast eftirá miðað við gjaldskrá Póstsins

Ef þið hafið áhuga á að kaupa kort af mér endilega hafið samband á annasigga76@gmail.com

Thursday, 4 March 2010

Testing... 1... 2... 3 ;o)

Fyrst ég er dottin í kortagerðina aftur ákvað ég að stofna bara enn eitt bloggið - en þetta blogg verður bara um kort og eitthvað alterað (breytt) stöff líka.
Endilega kíkið í heimsókn og svo mun ég fljótlega spjalla um nýja og skemmtilega hluti hér á blogginu! ;o)
 

Þangað til næst!