Wednesday, 28 April 2010

Fiðrildi og fínlegheit

Ég er alveg fiðrildasjúk og á ég nokkra fiðrildapönsa, felt-fiðrildi og fleiri fiðrilda skraut í mínu góða safni - en samt á ég ekki MS Monarch fiðrildapönsinn!! En það er gott að eiga góða vinkonur (jebbs 2 skutlur sko ;o) sem auðvelt er að blikka!
Fiðrildið passar nefnilega svo ansi skemmtilega vel við ljúfa Kioshi pappírinn frá BasicGrey.


Friday, 16 April 2010

Enn eitt umslagakortið

Jebbs ég er sem sagt komin með umslaga-korta-vírusinn! ;o)
Þetta kort er unnið úr Prima pappír, Prima blómum, Martha Stewart pönsum og slatta af Skrapp og gaman.is blómum.
Takk fyrir innlitið ;o)

Monday, 12 April 2010

3ndy pappírinn

Nýji 3ndy pappírinn er alveg yndislega fallegur pappír - fallegir litir og myndirsem minna mann á gamla tíma er maður var lítill og sætur. Já það var soldið langt síðan! ;o)

Saturday, 10 April 2010

Easel kort

Ég sá svona kort á netrölti mínu um daginn og ákvað að prufa svona kort. Þetta eru ferlega skemmtileg kort og bjóða upp á allskonar skemmtilega möguleika.

Friday, 9 April 2010

Umslagakort / Envelope-cards

Ég ákvað að prufa eitt stykki umslagakort í tilefni þess að tengdó varð 59 um daginn - og ég er bara ansi ánægð kortið! / I decided to try my hand at making this envelope-card to give to my MIL on her 59 birthday - this was so fun to make and I am rather pleased with the result!

Og auðvitað skellti ég í fleiri því það var svo gaman. ;o)


Sunday, 4 April 2010

Gleðilega páska / Happy Easter

Þá eru páskahátíðin gengin í garð og stóra stelpan mín er komin á fullt í páskaeggjaát. 
Þar sem það snjóaði hér á klakanum í gær fannst mér nú bara við hæfi að skella í nokkur sumarleg kort til að kveða burt snjóinn.