Saturday, 28 December 2013

Gleðilega hátíð!

Mikið er það nú notalegt að taka því rólega og njóta þess að slaka á í faðmi fjölskyldunnar.


Svo er auðvitað yndislegt að geta kúrt upp í sófa undir hlýju teppi með bolla af heitu súkkulaði, smákökur á disk og góða bók!


Nú er líka kjörið tækifæri til að taka myndir af öllu fallega skrautinu sem prýðir tréð. 


Ég hef alltaf notað dagana milli jóla og nýárs til að smella nokkrum myndum af "uppáhalds" tréskrauti hvers árs. Þó svo að mér finnist allt skrautið fallegt þá eru alltaf nokkrur extra spes hvert ár.


Tindátinn er nýjasta úppáhaldið mitt þetta árið en ég keypti hann í Jólahúsinu fyrir norðan í sumar.


Gleðilega hátið og njótið!

Sunday, 1 December 2013

Aðventukransinn

Halló desember, en hvað það er gaman að sjá þig og alla þessa skreytingardýrð.


Desember er einn af þessum yndislegu mánuðum þar sem skreytingargleðin er sem mest og einhvern vegin eru klukutímarnir alltaf jafn fljótir að klárast dag hvern.


En snúum okkar að aðventunni og kransinum árlega. Kransinn minn í ár er í einfaldari kantinum og minir svolítið á snjó og kulda.


Ég fann þenna fallega bakka í Garðheimum og kertin einnig. Kertin voru bara einföld hvít kerti sem ég ákvað að skreyta með rub-onum og semelíusteinum.


Rub-onin (eða nuddmyndirnar) átti ég í föndurherberginu mínu og fannst tilvalið að nýta það dót sem ég átti. Rub-on in eru frá Basic Grey, Studio Calico og Jenni Bowlin.


Ég einfaldlega klippti út þann part of rub-oninu sem ég ætlaði að nota og setti það á kertið, hélt ákveðið við myndia og nuddaði rólega (en ákveðið) þar til myndin var "vel-nudduð" á kertið. Síðan bætti ég við nokkrum semelíusteinum.


Í lokin bætti ég við fallegum stjörnu príddum silfurvír, nokkrum litlum jólakúlum og sætum fuglum til að klára verkið.


Takk fyrir innlitið og njótið aðventunnar!

Sunday, 24 November 2013

Jóladagatal

Jólin nálgast óðfluga og því er eins gott að fara að huga að skrauti og öllum skemmtilegheitum sem gaman er að fást við undirbúningin.


Ég föndraði þetta jóladagatal í fyrra og notaðist við grunn að dagatali úr við frá Kaisercraft. 


Eftir að hafa sett gripinn saman málði ég hann með gylltry málningu og skreytti með fallegum jóla skrapp-pappír frá Basic Grey.


Svo varð ég auðvitað að bæta á hann nokkrum blómum og öðru fallegu skrauti.


Það er bara eitthvað svo yndislegt við að búa til sitt eigið dagatal sem hægt er að fylla af fallegum smáhlutum eða sætindum.

Takk fyrir innlitið! :D

Monday, 28 October 2013

Gauralegt kort!

Strákakort - ég verð að viðurkenna að ég er ekkert allt of dugleg að gera gauraleg kort. En þegar ég gef mér tíma til að "gaurast" svolítið þá skemmti ég mér alltaf við þessa kortagerð.
Þegar ég fékk þenna digi (Mad Scientist Tobie) stimpil frá Some Odd Girl fann ég loksins not fyrir skemmtilega October Afternoon pappírinn minn.
1
Takk fyrir innlitið! :D

Tuesday, 15 October 2013

Haustlitir

Mikið er nú yndslegt að skoða alla fallegu litina á haustin - endalaus fegurð og ekki spillir hversu gott veðrið er hér á klakanum þessa daga.


Eitt af mínum uppáhalds föndurverkefnum þessa dagana er að gera stóra merkimiða og auðvitað varð ég að skella í einn haustlegan.


Ég notaði alveg rosalega fallegan Basic Grey pappír, Some Odd Girl digi stimpil, I Am Roses blóm og kökudúllu. Stimpillinn er litaður með Copic pennum.


Haustkveðjur! :D

Monday, 8 July 2013

Sumarfrí og skrapp!

Það er eiginlega ekki annað hægt en að hanga inni og föndra í þessu "ekki-góða-sumarveðri" hér fyrir sunnan.


Og hvað gerir maður þegar ekki er hægt að sóla sig? 
Nú auðvitað föndrar skutlan eins og enginn sé morgundagurin! :DÉg ákvað að leika mér soldið með striga, modeling paste, glimmer mist og skrautið um daginn.


Svaka gaman að "sulla" smá til að fá sól í húsið!

Wednesday, 19 June 2013

Hafmeyjar og skeljar!

Lomg time no hear - en vonandi er einhver sem villist hingað af og til.Ég keypti mér alveg frábæra föndurvél í fyrra sem heitir Silhouette Cameo - þessi vél er algerlega meiriháttar og það besta við hana er að ég tengi hana við tölvuna mína og hleð inn die-cutum af netirnu. Þannig losna ég við að kaupa hylki til að geta skorið út allskonar munstur.Kortið hér fyrir ofan var einmitt skorið út í Cemoinum mínum en kortið er hægt að kaupa hér hjá Some Odd Girl.


Hafmeyjan er einmitt einnig frá Some Odd Girl og er digital stimpill. 


Kortið skreytti ég með blúndu úr safninu mínu, Prima blóm, I am Roses laufblöð, Bo Bunny pappír, allskonar pönsar, Ranger Stickles (glimmer lím) og stimpilinn litaði ég með Copic Markers.


Takk fyrir að líta við! ;D

Tuesday, 9 April 2013

Albúm í vinnslu

Það er svo ótrúlega gaman að búa til sín eigin mini-album frá grunni og ég hreinlega get ekki hætt! :D


Ég er einmitt að vinna í einu albúmi núna og ákvaðað nota fallega Prinety pappírínn frá Prima marketing. Og auðvitað varð ég að notast við slatta af Prima blómum og blingi líka.
Allt efnið sem ég notaði er úr Skrapp og gaman
verslunin er hætt en það verður hægt að panta á netinu í takmarkaðan tíma til viðbótar.


Skrappkveðjur! :D

Monday, 18 March 2013

Smá páskafílingur

Það er alltaf svo gaman að fara á stúfana rétt fyrri páska og finna eitthvað fallegt til að skreyta kofann í kringum þessa skemmtilegu fjölskylduhátið okkar.

Ég er náttúrulega búin að fá alveg stútfullt af meiriháttar hugmyndum frá snillingnum henni Dossu og auðvitað verð ég að komast í þessar búðir núna strax til að versla pínu-ponsu meira en í fyrra! :)


Annars gerði ég þetta litla fuglahús í hitti- fyrra bara til gamans og nú er einmitt tíminn til að taka þetta litla kríli fram og skreyta með um páskana.


Þetta er template sem ég fékk hjá Papertrey Ink og allt efni sem ég notaði í þennan sæta pappírskofa fæst í Skrapp og gaman.is.


Njótið dagsins! :D

Friday, 15 March 2013

Áramótasnúlla

Litla snúllan mín skemmti sér konunglega um áramótin og hafði mjög gaman af flugeldunum. En samt fannst henni nú voða kósý að setjast í sófann hjá ömmu og afa og fá súkkulaði.


Ég notaði þessa fallegu línu frá Prima sem heitir Tea Thyme og auðvitað er hún til í Skrapp og gaman.is. En þar sem búið er að hætta þá mæli ég með því að þið hraðið ykkur þangað til að ná í fallegt dót á súpergóðu verði!Takk fyrir að kíkja! :D

Tuesday, 12 March 2013

Kósý fimmtudagur

Nóg er búið að ganga á hvað veðurofsann varðar hér á klakanum. Er þá ekki tilvalið að koma sér vel fyrir við föndurborðið og skella í kort, skrappsíðu eða eitthvað annað skemtilegt pappírsföndur.

Marci

Ég gerði þetta kort um daginn og notaði nýja La-La Land stimpilinn minn sem ég keypti mér hjá Skrapp og gaman.is og ákvað að hafa kortið frekar kósy.

Marci cl1


Marci cl2

Takk fyrir að kíkja! :D

Umslagakort og fermingar!

Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram, og nú er meira að segja kominn mars og fermingar seasonið alveg að bresta á!
UmsalgakortA
UmsalgakortA cl
Þá er eins gott að fara að byrja á umslagakortunum sem hafa veið svo vinsæl fyrir fermingar síðastliðin ár.
UmsalgakortC
UmsalgakortC cl
Takk fyrir að kíkja! :)