Monday, 18 March 2013

Smá páskafílingur

Það er alltaf svo gaman að fara á stúfana rétt fyrri páska og finna eitthvað fallegt til að skreyta kofann í kringum þessa skemmtilegu fjölskylduhátið okkar.

Ég er náttúrulega búin að fá alveg stútfullt af meiriháttar hugmyndum frá snillingnum henni Dossu og auðvitað verð ég að komast í þessar búðir núna strax til að versla pínu-ponsu meira en í fyrra! :)


Annars gerði ég þetta litla fuglahús í hitti- fyrra bara til gamans og nú er einmitt tíminn til að taka þetta litla kríli fram og skreyta með um páskana.


Þetta er template sem ég fékk hjá Papertrey Ink og allt efni sem ég notaði í þennan sæta pappírskofa fæst í Skrapp og gaman.is.


Njótið dagsins! :D

Friday, 15 March 2013

Áramótasnúlla

Litla snúllan mín skemmti sér konunglega um áramótin og hafði mjög gaman af flugeldunum. En samt fannst henni nú voða kósý að setjast í sófann hjá ömmu og afa og fá súkkulaði.


Ég notaði þessa fallegu línu frá Prima sem heitir Tea Thyme og auðvitað er hún til í Skrapp og gaman.is. En þar sem búið er að hætta þá mæli ég með því að þið hraðið ykkur þangað til að ná í fallegt dót á súpergóðu verði!Takk fyrir að kíkja! :D

Tuesday, 12 March 2013

Kósý fimmtudagur

Nóg er búið að ganga á hvað veðurofsann varðar hér á klakanum. Er þá ekki tilvalið að koma sér vel fyrir við föndurborðið og skella í kort, skrappsíðu eða eitthvað annað skemtilegt pappírsföndur.

Marci

Ég gerði þetta kort um daginn og notaði nýja La-La Land stimpilinn minn sem ég keypti mér hjá Skrapp og gaman.is og ákvað að hafa kortið frekar kósy.

Marci cl1


Marci cl2

Takk fyrir að kíkja! :D

Umslagakort og fermingar!

Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram, og nú er meira að segja kominn mars og fermingar seasonið alveg að bresta á!
UmsalgakortA
UmsalgakortA cl
Þá er eins gott að fara að byrja á umslagakortunum sem hafa veið svo vinsæl fyrir fermingar síðastliðin ár.
UmsalgakortC
UmsalgakortC cl
Takk fyrir að kíkja! :)

Work in progress!

Það er alltaf gott að geta sest við föndurborðið á grámyglulegum dögum og skrappað smá sólskin í húsið! :D
Desk 28.01
Þetta skemmtilega dót er einmitt í skrapp-borðinu núna - þrjú kort og ein skrappsíða í vinnslu! Er eitthvað "sólskin" í vinnslu hjá ykkur?

Meira skrapp-skipulag!

Það er alltaf hægt að laga til í skipulagsmálum í föndrinu - allavega finnst mér mjög gott að endurskipuleggja af og til. Það er líka svo gaman! :D
Small storage A pic2
Ég rakst á þessi glæru box í IKEA, nánar tiltekið í eldhúsdeildinni, og þessi box eru alger snilld fyrir allt litla fallega föndurdótið.
Small storage A pic4
Small storage A pic6
Svo passa fallegu Washi-teipin mín alveg fullkomlega í þessar elskur - það eina sem ég þarf að gera núna er að kaupa fleiri teip! :D

Meira útsölugóss!

Ég var búin að segja ykkur að ég hafi keypt smá í viðbót í Skrapp og gaman.is - og hér er restin!
útsölugóss 2
Er þetta ekki fallegt? Það er svo gaman að leika sér með nýtt dót og ekki verra að það sé á afslætti! :D
útsölugóss
Njótið helgarinnar og vonandi getið þið föndrað smá! :D

Útsölumont! :D

Ég barasta verð að monta mig af nýja fallega stöffinu mínu sem ég verslaði mér á Skrapp og gaman útsölunni um daginn!
SogG dót af útsölu!
pssst - ég keypti smá meira dót sem ég sýni ykkur á morgun! ;)
30% afsláttur á öllu í netversluninni og svo eru Skrapp og gaman blómin á 50% afslætti - bara snilld. Ég þarf einmitt að far aftur til að ná mér í fleiri blóm - sá nefnilega að birgðirnar mínar eru í hættulegu lágmarki!
Ef ykkur langar að sjá hversku flottur Skrapp og gaman lagerinn er kíkið á bloggið hennar Dossu - bara flottar myndir af flottri verslun! ;)