Monday, 18 March 2013

Smá páskafílingur

Það er alltaf svo gaman að fara á stúfana rétt fyrri páska og finna eitthvað fallegt til að skreyta kofann í kringum þessa skemmtilegu fjölskylduhátið okkar.

Ég er náttúrulega búin að fá alveg stútfullt af meiriháttar hugmyndum frá snillingnum henni Dossu og auðvitað verð ég að komast í þessar búðir núna strax til að versla pínu-ponsu meira en í fyrra! :)


Annars gerði ég þetta litla fuglahús í hitti- fyrra bara til gamans og nú er einmitt tíminn til að taka þetta litla kríli fram og skreyta með um páskana.


Þetta er template sem ég fékk hjá Papertrey Ink og allt efni sem ég notaði í þennan sæta pappírskofa fæst í Skrapp og gaman.is.


Njótið dagsins! :D

1 comment:

  1. This comment has been removed by a blog administrator.

    ReplyDelete