Monday, 28 October 2013

Gauralegt kort!

Strákakort - ég verð að viðurkenna að ég er ekkert allt of dugleg að gera gauraleg kort. En þegar ég gef mér tíma til að "gaurast" svolítið þá skemmti ég mér alltaf við þessa kortagerð.
Þegar ég fékk þenna digi (Mad Scientist Tobie) stimpil frá Some Odd Girl fann ég loksins not fyrir skemmtilega October Afternoon pappírinn minn.
1
Takk fyrir innlitið! :D

Tuesday, 15 October 2013

Haustlitir

Mikið er nú yndslegt að skoða alla fallegu litina á haustin - endalaus fegurð og ekki spillir hversu gott veðrið er hér á klakanum þessa daga.


Eitt af mínum uppáhalds föndurverkefnum þessa dagana er að gera stóra merkimiða og auðvitað varð ég að skella í einn haustlegan.


Ég notaði alveg rosalega fallegan Basic Grey pappír, Some Odd Girl digi stimpil, I Am Roses blóm og kökudúllu. Stimpillinn er litaður með Copic pennum.


Haustkveðjur! :D