Sunday, 24 November 2013

Jóladagatal

Jólin nálgast óðfluga og því er eins gott að fara að huga að skrauti og öllum skemmtilegheitum sem gaman er að fást við undirbúningin.


Ég föndraði þetta jóladagatal í fyrra og notaðist við grunn að dagatali úr við frá Kaisercraft. 


Eftir að hafa sett gripinn saman málði ég hann með gylltry málningu og skreytti með fallegum jóla skrapp-pappír frá Basic Grey.


Svo varð ég auðvitað að bæta á hann nokkrum blómum og öðru fallegu skrauti.


Það er bara eitthvað svo yndislegt við að búa til sitt eigið dagatal sem hægt er að fylla af fallegum smáhlutum eða sætindum.

Takk fyrir innlitið! :D

No comments:

Post a Comment