Sunday, 1 December 2013

Aðventukransinn

Halló desember, en hvað það er gaman að sjá þig og alla þessa skreytingardýrð.


Desember er einn af þessum yndislegu mánuðum þar sem skreytingargleðin er sem mest og einhvern vegin eru klukutímarnir alltaf jafn fljótir að klárast dag hvern.


En snúum okkar að aðventunni og kransinum árlega. Kransinn minn í ár er í einfaldari kantinum og minir svolítið á snjó og kulda.


Ég fann þenna fallega bakka í Garðheimum og kertin einnig. Kertin voru bara einföld hvít kerti sem ég ákvað að skreyta með rub-onum og semelíusteinum.


Rub-onin (eða nuddmyndirnar) átti ég í föndurherberginu mínu og fannst tilvalið að nýta það dót sem ég átti. Rub-on in eru frá Basic Grey, Studio Calico og Jenni Bowlin.


Ég einfaldlega klippti út þann part of rub-oninu sem ég ætlaði að nota og setti það á kertið, hélt ákveðið við myndia og nuddaði rólega (en ákveðið) þar til myndin var "vel-nudduð" á kertið. Síðan bætti ég við nokkrum semelíusteinum.


Í lokin bætti ég við fallegum stjörnu príddum silfurvír, nokkrum litlum jólakúlum og sætum fuglum til að klára verkið.


Takk fyrir innlitið og njótið aðventunnar!

No comments:

Post a Comment