Saturday, 28 December 2013

Gleðilega hátíð!

Mikið er það nú notalegt að taka því rólega og njóta þess að slaka á í faðmi fjölskyldunnar.


Svo er auðvitað yndislegt að geta kúrt upp í sófa undir hlýju teppi með bolla af heitu súkkulaði, smákökur á disk og góða bók!


Nú er líka kjörið tækifæri til að taka myndir af öllu fallega skrautinu sem prýðir tréð. 


Ég hef alltaf notað dagana milli jóla og nýárs til að smella nokkrum myndum af "uppáhalds" tréskrauti hvers árs. Þó svo að mér finnist allt skrautið fallegt þá eru alltaf nokkrur extra spes hvert ár.


Tindátinn er nýjasta úppáhaldið mitt þetta árið en ég keypti hann í Jólahúsinu fyrir norðan í sumar.


Gleðilega hátið og njótið!

No comments:

Post a Comment