Sunday, 12 January 2014

Borðskraut á áramótum!

Þegar ég var að skreyta borðstofuborðið um áramótin þá fannst mér eitthvað vanta og ég var að hugsa um að finna til blóm og greinar en var samt ekki alveg að fíla þá hugmynd.


Þá datt mér snjallræði í hug ( þó ég segi sjálf frá ;o)! Eldri dótti rmín er mikill perlari og henni finnst einstaklega gaman að setja saman sín eigin munstur. 

Svo að ég fékk leyfi hjá henni til að notast við perl-listaverkin hennar til að skreyta borðið.


Hún var mjög sátt við þá ósk mín ef ég lofaði bara að skila þeim aftur - þær væru sko bara í láni!
Auðvitað samþykkti ég þá ósk og hóst handa við að finna nógu margar stjörnur til að skreyta hvern disk!


Útkoman var falleg og persónuleg, svo var líka rosa gaman að skreyta með dóttur minni. 


Og ekki verra að eiga svona fallega hekl-kertastjaka frá snillanum henni Lindu til að setja punktinn yfir skrautið!

No comments:

Post a Comment